©Jón Kjartan Ingólfsson. Afritun náðsamlega afþökkuð.

23 maí 2006

Fluttur - farinn!

Hæ.

Ég hef flutt bloggið mitt á grösugri veiðilendur. Það heldur nú til á .mac - nánar tiltekið hér: web.mac.com/jon_kjartan. Þarna lendið þið á forsíðu - efst til vinstri er síðan knappur merktur "blogg". Sjáumst.

19 maí 2006

flytja þetta?

Er að spá í að flytja bloggið hingað: http://www.simnet.is/jki/Jon%20Kjartan/Blogg/C5143E9C-2932-4825-842F-89DD901BC0AB.html - styttri útgáfan er simnet.is/jki - að sumu leyti þægilegra. Að öðru leyti ekki - þarf að finna eitthvað út úr commentakerfi sem er hægt að setja inní þetta iWeb umhverfi.

18 maí 2006

ARRRGGHH!!!

Vá! Einhverjar útvarpsglyðrur var ég búinn að heyra tjá sig um hvað rússinn væri flottur... hann er á sviðinu núna - eins og klipptur út úr karate kid eða back to the future. Svakalegasti "mullet" sem ég hef séð - langsíðastur að aftan. Ái.

undanjúró

Mikið óttalegt píp er þetta nú þetta dót. Júróvisjón á það til að vera vond, en þetta er jú verra en venjulegt júró - því þetta eru að stofni þeir sem eru ekki nógið góðir til að vera memm í alvörunni. Núna er dúlla frá Monaco að syngja - rammfalskt. Áðan var íri - svona þegar heyrðist í honum í gegnum strengjadrunurnar. Svo var eitthvað skelfilegt frá Albaníu... ái. Hví leggur maður það á sig ár efgtir ár að fylgjast með þessu? Er það bara útaf því hvað þetta er hæpað rosalega upp í ríkisfjölmiðlunum - þeir láta manni finnast þetta vera eitthvað merkilegt? Sko ég er eindreginn stuðningsmaður þess að hafa forkeppni hérna heima - en mikið óttlalega er mér mikið sama um þessa útlandskeppni..

08 maí 2006

Fjárans Blogger!!!

Búinn að komast að því hvað er að hrjá blogger/router - það er í lagi að skrifa smá, en um leið og ég fer eitthvað að röfla að viti (er það nú hægt) þá fer allt í steik. Ég semsé verð að vera skorinorður. HJÁLP!!! Ég kann það ekkert!!!!

07 maí 2006

bara að prufa..

... hvort það birtist það sem ég reyni að blogga í vinnunni. Tek það fram að það er sunnudagur - utan vinnutíma. En ég mun ekki blogga hér - þetta er tilraunastarfsemi.

Prufa að editera stutta færslu að heiman....

30 apríl 2006

gestkvæmt hjá partí(l)jóni

Hæbb.
Abbsakið þögnina uppá síðkastið, en hef verið svolítið upptekinn. Var í æfingabúðum með kórnum mínum um síðustu helgi(mikið stuð)og þar var ákveðið að flýta tónleikunum okkar - hafa þá núna um þessa helgi, nánar tiltekið á morgun (mánudag) kl. 5 í Laugarneskirkju. Það kostaði nokkra snúninga að láta þetta gerast - búa til plaköt, miða og efnisskrá osfrv. Og jú, svo voru settar á tvær æfingar í vikunni. Svo núna þessa helgina er ég í gestgjafahlutverkinu. Túri vinur okkar í Skyttunum/Ómum, sá sem allajafnan hefur hýst okkur í fjöldamörgum ferðum okkar til vesturheims - þegar við höfum farið í þorrablótaspilerísleiðangra, hann gistir hér hjá mér um helgina með félaga sínum. Og fyrir mann sem er ekki í almennilegri þjálfun í drykkju er það meira en að segja það að hanga með kalli eins og Túra. Partýljón frá helvíti. Þannig að ég er að reyna að hanga í kjólfaldinum hjá honum, ég á ekki séns! En ég hef hinsvegar afsökun fyrir eymingjaskapnum í kvöld - þarf jú að vera vel upplagður á tónleikunum á morgun.

Heyri í yss síðar - þarf að fara að gestgjafast smá..

20 apríl 2006

Ammælis..

Nei ekki mitt.. það er hins vegar mikið um ammæli í kringum mig núna. Og mitt á leiðinni. Verð fertugur í sumar og veit ekki enn hvort ég á að nenna að halda uppá það að einhverju ráði. Nákvæmlega engin hefð fyrir því að halda uppá afmæli á þessu litla heimili. En - datt inná svona eitthvað internet dodo um afmæli:

***Your Birthdate: August 25***


You excel at anything difficult or high tech.
In other words, you're a total (brilliant) geek.
It's difficult for you to find people worth spending time with.
Which is probably why you'll take over the world with your evil robots!

Your strength: Your unfailing logic

Your weakness: Loving machines more than people

Your power color: Tan

Your power symbol: Pi

Your power month: July


What Does Your Birth Date Mean?
http://www.blogthings.com/whatdoesyourbirthdatemeanquiz/

Sannleikskorn inná milli þarna eða hvað?

Og svo er eitthvað svona í gangi að ýtá á fólk til að fletta upp afmælinu sínu í wikipedia og birta eitthvað að því sem manni finnst merkilegt af því sem hefur gerst þennan dag. Það er hér:
Atburðir.
1537 - The Honourable Artillery Company, the oldest surviving regiment in the British Army, and the second most senior, is formed.
1609 - Galileo Galilei demonstrates his first telescope to Venetian lawmakers.
1910 - Yellow Cab is founded.
Fæðingar.
1918 - Leonard Bernstein, American conductor and composer (d. 1990)
1930 - Sir Sean Connery, Scottish actor
1933 - Wayne Shorter, American musician
1949 - Gene Simmons, Israeli-born bassist
1954 - Elvis Costello, English musician
1970 - Claudia Schiffer, German model

Svo er ýmislegt fleira talið þarna upp - en þetta fannst mér skemmtilegast.